Hér er meiningin að setja einhver af þeim skrifum sem ég hef fengist við. Til að byrja með það sem komið hefur út í vefútgáfu, en það er Saga Sjálfsbjargar og Saga upplýsingatækni í 50 ár/Tölvusaga Íslands. Hér eru tenglar á þessar síður:

Tölvuvæðing í hálfa öld

http://www.sky.is/index.php/sagautaislandi

Þessi vefur er og verður sífellt að einhverju leyti í vinnslu.

Bókin Tölvuvæðing í hálfa öld kom út á prenti í apríl 2018 og er fáanleg hjá Bóksölu stúdenta, Forlagsbókabúðinni og í Eymundsson. Verð misjafnt, Bóksalan með besta verðið.

Saga Sjálfsbjargar

https://www.sjalfsbjorg.is/um-sjalfsbjorg/soguvefur-forsida/

Til að finna einstaka kafla þarf að fara í valmyndina að ofan og velja: Um Sjálfsbjörgu og Saga Sjálfsbjargar, en með því að taka bendilinn lengra til hægri má finna undirkaflana.

Saga Sandgerðis

Saga Sandgerðis er nýjasta bókin mín ef litið er á útgáfudag, 5. júní 2018, en hún er að stofni til næstum 20 ára en fyrir tíu árum var ég búin að gera hana klára til útgáfu, en þá kom hrunið. Nú þegar Sandgerði og Garður voru í þann mund að sameinast var ákveðið að gefa bókina loksins út og það tókst með miklum ágætum, mikil vinna en falleg útkoma. 

Eldri bækur í öfugri tímaröð:

Elfa Gísla og hinar sögurnar - ævisaga Elfu Gísladóttur, 2009.

Saga Húsmæðrakennaraskóla Íslands - 1998.

Álftanes, nesið okkar : kaflar úr sögu Bessastaðahrepps. Kennsluefni. 1998.

Álftaness saga. Bessastaðahreppur, fortíð og sagnir. 1996. 

Myndlistarskólinn í Reykjavík 1947-1987. 1987.

Auk þess las ég frumsamda skáldsögu í útvarp árið 1980 og heitir hún: Tvískinnungur. 

Hef skrifað bókakafla, flesta á sviði sagnfræði og smá tölvutengt líka, búið bækur til prentunar og þýtt nokkrar bækur. 

Þá er ótalinn alls fimm ára starfsaldur sem tæknihöfundur í fullu starfi og önnur tíu ár sem ég hef haft það sem hluta af starfsskyldum í hugbúnaðargerð. Auk þess hafði ég blaðamennsku að aðalstarfi í áratug og titla mig stundum ,,frístundablaðamann" enn.